FH tekur við pressunni

Aron Bjarnason hefur spilað mjög vel með Breiðabliki í sumar.
Aron Bjarnason hefur spilað mjög vel með Breiðabliki í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir að Íslandsmeistarar Vals og þeirra erfiða byrjun í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu var aðalumræðuefnið í fyrstu umferðunum beinast spjótin nú fast að FH-ingum. FH tapaði fyrir KR í gríðarlega mikilvægum leik í 10. umferðinni um helgina, situr í 7. sæti og er ellefu stigum frá toppnum.

Sumarið í fyrra var vonbrigði hjá FH, en eftir sama leikjafjölda í fyrra var FH samt með fjórum stigum meira en nú og var aðeins tveimur stigum frá toppnum. Hafnfirðingar hafa nú aðeins náð í tvö stig af síðustu 15 mögulegum og eru allt í einu aðeins tveimur stigum fyrir ofan Valsmenn. Þar sem Valur hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum, síðast 1:0 gegn Grindavík, er ekki ástæðulaust að pressan er farin að færast yfir í Hafnarfjörðinn.

Það eru hins vegar KR-ingar sem hafa sýnt mestan stöðugleika og hafa unnið Val og FH í síðustu tveimur leikjum sínum. Sex sigrar í röð hjá Vesturbæingum, sem gefur liðinu eins stigs forskot á Breiðablik, en liðin mætast einmitt í næstu umferð. Þar eru gríðarlega mikilvæg stig í titilbaráttunni í boði, en liðin hafa skilið sig svolítið frá pakkanum sem er í baráttu um Evrópusæti.

Blikarnir verða nú án Jonathans Hendrickx sem er farinn frá félaginu eftir að hafa verið einn besti leikmaður deildarinnar. Innkoma Arnars Sveins Geirssonar í vor er enn mikilvægari af þeim sökum og þá leysti hinn ungi Davíð Ingvarsson hlutverk sitt vel í síðasta leik. Þjálfarinn Ágúst Gylfason boðar hins vegar breytingar þegar félagaskiptaglugginn opnast í byrjun næsta mánaðar, en skarðið sem Hendrickx skilur eftir sig er stórt.

Sjá má greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag þar sem útnefndur er leikmaður 10. umferðar, besti ungi leikmaður 10. umferðar og birt úrvalslið Morgunblaðsins úr umferðinni ásamt stöðunni í M-gjöfinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »