Andri hjá Val til 2022

Andri Adolphsson
Andri Adolphsson mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Andri Adolphsson hefur framlengt samningi sínum hjá Val til ársins 2022. Hann kom fyrst til félagsins árið 2015, en hann er uppalinn á Akranesi. 

„Miðjumaðurinn Andri Adolphsson hefur verið félaginu mikilvægur síðan hann gekk í raðir Vals árið 2015. Andri skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2022," segir í tilkynningu frá Íslandsmeisturunum. 

Andri er búinn að skora þrjú mörk í ellefu leikjum í Pepsi Max-deildinni með Val í sumar. Hann hefur alls skoraði 16 mörk í 181 í meistaraflokki með ÍA og Val. 

mbl.is