Eyjakonur unnu fimm marka leik

Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði eitt marka ÍBV.
Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði eitt marka ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjakonur unnu 3:2 sigur á Keflvíkingum í kvöld á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum þegar liðin mættust í Pepsi Max deild kvenna. 

Nýr leikmaður ÍBV, Brenna Lovera, kom Eyjakonum yfir á 27. mínútu. Það var hinsvegar Sophie Goff sem að jafnaði metin fyrir Keflavík á 38. mínútu leiksins og staðan því 1:1 í hálfleik.

Eyjakonur komust aftur yfir á 52. mínútu þegar Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði. Cloé Lacasse skoraði svo þriðja mark ÍBV á 79.mínútu áður en Sophie Groff minnkaði muninn á 83. mínútu en nær komust Keflavíkurstelpur ekki og niðurstaðan 3:2 sigur Eyjakvenna.

ÍBV fékk þar með sín fyrstu stig í fjórum leikjum og lyfta sér uppfyrir Keflvíkinga og í fimmta sætið með 12 stig. Keflavík sígur niður í sjötta sætið með 10 stig.

ÍBV 3:2 Keflavík opna loka
90. mín. Íris Una Þórðardóttir (Keflavík) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert