Komum sterkar til baka en dugði ekki til

Barbára Sól Gísladóttir.
Barbára Sól Gísladóttir. mbl.is/Hari

„Við töluðum okkur saman í hálfleik og ákváðum að koma miklu sterkari til baka,“  sagði  Barbára Sól Gísladóttir leikmaður Selfoss eftir 2:1 tap fyrir Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld þegar leikið var í 11. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.

Selfoss var án taps í síðustu fjórum umferðum.   „Mér fannst þetta svekkjandi tap, við áttum ekki okkar besta leik fyrir hlé en komum sterkar til baka í seinni hálfleik, unnum hann en það dugði ekki til.   Við töldum okkur alveg eins möguleika gegn Breiðabliki og ætluðum að vinna, það er á hreinu.  Við ætluðum að halda okkar striki í deildinni svo þetta var mjög svekkjandi að þetta gekk í kvöld,“  bætti Barbára við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert