Þróttur valtaði yfir Augnablik

Þróttur er á toppi deildarinnar.
Þróttur er á toppi deildarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þróttur er áfram með eins stigs forystu á FH á toppi Inkasso-deildar kvenna í fótbolta eftir 7:1-stórsigur á Augnabliki á útivelli í kvöld. Tvö efstu lið deildarinnar fara upp í efstu deild og standa Þróttur og FH afar vel að vígi þegar fimm umferðir eru eftir. Tindastóll er í þriðja sæti, tíu stigum á eftir FH. 

Úrslit, staða og næstu leikir í Inkasso-deild kvenna.

Margrét Sveinsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þrótt og Jelena Kujundzic, Linda Líf Boama og Katrín Rut Kvaran skoruðu einnig. Ásta Árnadóttir skoraði mark Augnabliks. 

FH vann sannfærandi 3:0-heimasigur á Grindavík. Birta Georgsdóttir kom FH yfir á 40. mínútu og þær Valgerður Ósk Valsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir bættu við mörkum í seinni hálfleik.

FH eltir Þrótt eins og skugginn.
FH eltir Þrótt eins og skugginn. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Veik von Tindastóls um að fara upp um deild er enn á lífi eftir 1:0-sigur á Fjölni í Grafarvoginum. Muiella Tiernan skoraði sigurmarkið á 80. mínútu. 

Haukar fóru upp fyrir Aftureldingu með 3:2-sigri í Mosfellsbæ. Sierra Lelii kom Haukum yfir á 44. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir jafnaði metin á 63. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar skoraði Lelii aftur og kom Haukum í 2:1. Vienna Behnke kom Haukum í 3:1 á 82. mínútu áður en Darian Powell minnkaði muninn í uppbótartíma. 

Eftir átta leiki í röð án sigurs gat ÍA loks fagnað. Liðið vann 1:0-heimasigur á ÍR. Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði sigurmarkið á 55. mínútu. 

Staðan í Inkasso-deild kvenna.
Staðan í Inkasso-deild kvenna. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert