Anton Ari gengur í raðir Breiðabliks

Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Markvörðurinn Anton Ari Einarsson mun ganga til liðs við Breiðablik eftir lok núverandi tímabils þegar samningi hans við Val lýkur í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blikum nú í kvöld.

Anton Ari er fæddur árið 1994 og verður því 25 ára á þessu ári. Hann er uppalinn í Aftureldingu en árið 2014 gekk hann til liðs við Val. Ant­on varð Íslands­meist­ari með Vals­mönn­um, sum­arið 2017 og 2018, en hann hef­ur ekki átt fast sæti í liði Vals­manna síðan Hann­es Þór Hall­dórs­son samdi við fé­lagið í vor.

„Við bjóðum Anton Ara hjartanlega velkominn í Kópavoginn um leið og við óskum honum góðs gengis í baráttunni það sem eftir er af núverandi tímabili með Hlíðarendafélaginu,“ segir í tilkynningu frá Blikum, en Anton gerir þriggja ára samning við Blika.

mbl.is