Mikill gleðidagur fyrir alla fjölskylduna

Mikael Anderson
Mikael Anderson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hinn 21 árs gamli Mikael Anderson er í sjöunda himni eftir að hafa verið valinn í íslenska A-landsliðshópinn fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu í undankeppni EM í knattspyrnu sem fara ytra í næsta mánuði.

Mika­el hef­ur þótt leika vel með U21-landsliði Íslands og á að baki 13 leiki fyr­ir það lið, auk vináttu­lands­leiks gegn Indó­nes­íu fyr­ir A-landsliðið fyr­ir tæp­um tveim­ur árum. Hann hef­ur skorað tvö mörk í síðustu þrem­ur leikj­um með Midtjyl­l­and í dönsku úr­vals­deild­inni.

„Það er mjög mikill heiður. Það eru ekki allir svo heppnir að þeir fá að vera fulltrúar lands síns svo það er mikill gleðidagur fyrir mig og fjölskyldu mína. Þetta er eitthvað sem ég hef unnið að í langan tíma,“ segir Mikael í samtali við danska Tipsbladet.

Aðstoðarþjálfarinn hringdi í mig og sagði að ég yrði tekinn úr U21 landsliðinu vegna þess að þeir vildu fá mig inn í A-landsliðið. Þeir hafa fylgst með mér lengi í Midtjylland og finnst að ég hafi staðið mig vel. -Ég bjóst ekki við því að verða valinn en er ekki heldur hissa. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í síðasta landsliðsverkefni og ég hafði velt því fyrir mér að það gæti verið tækifæri fyrir mig,“ segir Anderson.

mbl.is