Eiður Smári fékk rautt spjald í dag

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfar U21 árs landslið Íslands ásamt Arnari …
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfar U21 árs landslið Íslands ásamt Arnari Viðarssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U21 árs landslið karla í fót­bolta mátti þola 0:3-tap á úti­velli gegn Ítal­íu í undan­keppni EM í Fer­rera í dag. Leikið var á heima­velli SPAL, sem leik­ur í ít­ölsku A-deild­inni. 

Riccar­do Sottil, leikmaður Fior­ent­ina kom Ítal­íu yfir á 32. mín­útu með eina marki fyrri hálfleiks.

Staðan var 1:0 þar til á 84. mín­útu er Pat­rick Cutrone, sem Wol­ves á Englandi keypti af AC Mil­an í sum­ar á háa fjár­hæð í sum­ar, skoraði annað markið. Cutrone var aft­ur á ferðinni á loka­mín­út­unni til að gull­tryggja 3:0 ít­alsk­an sig­ur. 

Undir lokin var mikill hiti í mönnum og fengu fjórir leikmenn gult spjald í uppbótartíma. Brynjólfur Darri Wilumsson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu báðir spjald og þá fékk Eiður Smári Guðjohnsen beint rautt spjald fyrir sinn þátt í látunum, en það kemur fram á skýrslu KSÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert