Eyjamaður snýr heim úr Grindavík

Jón Ingason er orðinn leikmaður ÍBV á ný.
Jón Ingason er orðinn leikmaður ÍBV á ný. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Knattspyrnumaðurinn Jón Ingason hefur samið við uppeldisfélagið sitt ÍBV, en hann kemur til Eyjamanna frá Grindavík. Jón skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV. 

Jón hafði leikið allan ferilinn með ÍBV þegar hann gekk í raðir Grindavíkur árið 2017. Hann hefur alls spilað 96 leiki í efstu deild og skorað í þeim eitt mark. 

Jón kemur til ÍBV í maí en þá lýkur hann námi í Bandaríkjunum. Hann mun spila með ÍBV í janúar áður en hann heldur utan í lokasprett náms síns.

mbl.is