Miðasala í lok febrúar

Svona var staðan á Laugardalsvelli um helgina.
Svona var staðan á Laugardalsvelli um helgina. Ljósmynd/KSÍ

Stefnt er að því að miðasala á leik Íslands gegn Rúmeníu í umspili fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu hefjist 26. febrúar. Leikurinn fer fram 26. mars en leikið verður á Laugardalsvelli ef völlurinn verður leikhæfur.

Knattspyrnusamband Íslands hefur skilað inn þeirri áætl­un sinni til Knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að kaupendur ársmiða og haustmiða á leiki Íslands í undankeppni EM verði í forgangi þegar miðasala opnar.

Miðasölunni verður skipt í þrjú þrep. Í fyrsta þrepi miðasölu verður kaupendum ársmiða boðið að kaupa miða, í öðru þrepi bætast kaupendur haustmiða og í þriðja þrepi verður opnað fyrir almenna sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert