Danskur varnarmaður á leið til Akureyrar

KA-menn fagna marki á síðasta tímabili.
KA-menn fagna marki á síðasta tímabili. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA hefur fengið danska knattspyrnumanninn Mikkel Qvist lánaðan frá danska úrvalsdeildarfélaginu Horsens samkvæmt frétt bold.dk í dag.

Qvist er 26 ára gamall varnarmaður og Bo Henriksen, þjálfari Horsens og fyrrverandi leikmaður Fram, Vals og ÍBV, staðfestir við Horsens Folkeblad að hann sé á förum frá félaginu en eigi möguleika á að koma aftur og vinna sér sæti í liðinu á ný.

Vefmiðillinn bold.dk skýrir frá þessu og segir að samkvæmt sínum heimildum sé búið að lána Qvist til KA til loka þessa tímabils í Danmörku, þá væntanlega til 1. júlí.

mbl.is