Framarar ráða þjálfara

Christopher Harrington er nýr þjálfari kvennaliðs Fram.
Christopher Harrington er nýr þjálfari kvennaliðs Fram. Ljósmynd/Fram

Cristopher Harrington hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í knattspyrnu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag.

Fram hefur endurvakið kvennalið sitt sem spilaði síðast undir merkjum félagsins árið 2016 en var í samstarfi við Aftureldingu 2017 og 2018. Liðið leikur í 2. deild í sumar.

Christopher, sem kemur frá Írlandi, hefur víða komið við á sínum þjálfaraferli. Hann var aðstoðarþjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deildinni 2018 og 2019 og á sama tíma þjálfari 2. flokks kvenna hjá Þór/KA/Hömrunum á Akureyri, sem varð Íslandsmeistari undir hans stjórn.  

Þá hefur hann einnig þjálfað hjá Vestra og Tindastóli hér á landi, ásamt því að hafa starfað sem þjálfari bæði í Bandaríkjunum og á Írlandi. Nú síðast þjálfaði hann B71 í Færeyjum ásamt því að vera yfir unglingastarfi félagsins. 

Christopher mun skipuleggja og móta yngriflokkastarf Framara, ásamt því að endurvekja meistaraflokk kvenna. Æfingar hjá meistaraflokki hefjast í næstu viku og verður fyrsta æfingin þriðjudaginn 25. febrúar kl. 18:00 á Framvellinum í Úlfarsárdal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert