Landsliðsmaður með fjölskylduæfingar í stofunni

Ari Freyr Skúlason
Ari Freyr Skúlason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur hafið birt­ingu mynd­banda á sam­fé­lags­miðlum sín­um þar sem um er að ræða æf­ing­ar sem krakk­ar geta fram­kvæmt ein og sér eða í litl­um hóp­um, og hvatn­ing­ar­mynd­bönd þar sem landsliðsfólk hvet­ur iðkend­ur til að halda áfram að hreyfa sig og æfa reglu­lega.

Verk­efnið er kallað „Áfram Ísland“ og mynd­bönd­in munu birt­ast dag­lega á in­sta­gram- og face­booksíðum KSÍ en þau verður einnig að finna á youtu­besíðu sam­bands­ins.

Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason lætur sér ekki leiðast í Belgíu, en hann leikur með Oostende þar í landi. Í myndbandi sem KSÍ birtir í dag má sjá Ara taka armbeygjur með börnunum sínum í stofunni.

Ari birti svo myndbönd á eigin instagramreikningi þar sem hann æfir með allri fjölskyldunni úti í garði. 

Myndbandið frá KSÍ má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert