KR-ingur til liðs við Grindvíkinga

Oddur Ingi Bjarnason leikur með Grindavík í sumar.
Oddur Ingi Bjarnason leikur með Grindavík í sumar. Ljósmynd/Grindavík

Knattspyrnulið Grindavíkur hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í sumar því KR-ingurinn Oddur Ingi Bjarnason verður að láni hjá félaginu út tímabilið. Grindavík féll úr efstu deild á síðasta ári og leikur í 1. deild í sumar.  

Oddur lék með KV í 3. deild síðasta sumar og skoraði þá sjö mörk í fimmtán leikjum, en hann spilar fyrst og fremst á hægri kantinum. 

Oddur Ingi er fæddur árið 2000 og spilaði hann þrjá leiki með KR í Lengjubikarnum í vetur. Er honum ætlað að leysa Símon Thasaphong af hólmi, en Símon meiddist illa í vetur og verður lítið með í sumar. 

mbl.is