Sandgerðingar fara vel af stað

Haraldur Freyr Guðmundsson er með Keflvíkinga á toppi 3. deildar.
Haraldur Freyr Guðmundsson er með Keflvíkinga á toppi 3. deildar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Reynismenn úr Sandgerði hafa komið sér fyrir á toppi 3. deildar karla í fótbolta eftir góðan útisigur gegn Einherja á Vopnafirði í gær, 3:2, og þeir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Vopnfirðingar komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Todor Hristov og Georgi Karaneychev. Ársæll Kristinn Björnsson skoraði tvö marka Reynis úr vítaspyrnum, sigurmarkið í byrjun síðari hálfleiks, og Óðinn Jóhannsson gerði eitt.

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrrum miðvörður Keflvíkinga, þjálfar lið Reynis og meðal leikmanna eru tveir gamalkunnir sóknarmenn úr Keflavík, þeir Hörður Sveinsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörðurinn gamalkunni, skoraði eitt marka Vesturbæjarliðsins KV sem vann stórsigur á Vængjum Júpíters á KR-vellinum, 5:1. KV, undir stjórn Sigurvins Ólafssonar, hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum.

Augnablik lagði Hött/Hugin, 4:3, í fjörugum leik í Fagralundi í Kópavogi, Sindri vann Elliða úr Árbænum 2:0 á Hornafirði og Álftanes lagði Ægi 2:1 í Þorlákshöfn. Tindastóll tekur á móti KFG úr Garðabæ í lokaleik þriðju umferðar á Sauðárkróki í kvöld

mbl.is