Meistararnir og nýliðarnir í eldlínunni

Valur og Þróttur verða bæði í eldlínunni í kvöld.
Valur og Þróttur verða bæði í eldlínunni í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Annars vegar mætast Íslandsmeistarar Vals og Stjarnan á Origo-vellinum á Hlíðarenda og hinsvegar mætast nýliðarnir FH og Þróttur á Kaplakrikavelli. 

Valur hefur farið vel af stað í sumar og unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 14:2. Stjarnan hefur unnið tvo og tapað tveimur en Stjörnukonur fengu 4:1-skell á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik og þurfa að spila mikið betur til að fá eitthvað gegn meisturunum. 

Nýliðarnir FH og Þróttur eru báðir án sigurs en Þróttur er með eitt stig eftir eftir að hafa náð í gott jafntefli á móti Fylki á útivelli. Lék Þróttur sömuleiðis vel gegn Val en tapaði að lokum 2:1. Verr hefur gengið hjá FH, liðið er án stiga og eina lið deildarinnar sem hefur enn ekki skorað mark.  

Verða báðir leikir flautaðir á klukkan 19:15 og verða í beinum textalýsingum á mbl.is. Þá verður þeim gerð góð skil bæði á mbl.is og Morgunblaðinu sem kemur út á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert