Var bara ungur pjakkur og nýkominn til Fram

Aron Bjarnason hefur leikið vel með Val í sumar.
Aron Bjarnason hefur leikið vel með Val í sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aron Bjarnason átti góðan leik fyrir topplið Vals sem hafði betur gegn Víkingi Reykjavík í 16. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta á sunnudaginn var, 2:0. Aron skoraði fyrra mark Vals og fékk M fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hefur Aron fengið 8 M í sumar, en aðeins Patrick Pedersen hefur fengið fleiri M í Valsliðinu eða níu.

Komu bæði mörk Valsmanna í seinni hálfleik en það voru gestirnir úr Fossvogi sem voru sprækari í fyrri hálfleik. „Þetta var nokkuð jafnt í fyrri hálfleik en þeir þó aðeins með yfirhöndina, þótt þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum. Við hefðum getað spilað betur og haldið betur í boltann, en í seinni hálfleik keyrðum við vel á þá frá byrjun, fengum gott mark, og eftir það var þetta aldrei spurning,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið.

Getum alltaf skorað mörk

Valsmenn hafa unnið níu leiki í röð í öllum keppnum. Hefur liðið oft spilað betur en t.d. gegn Víkingi, en það sýnir styrk liðsins að það getur unnið leiki án þess að vera upp á sitt besta. „Það hefur verið þannig í síðustu leikjum að við örvæntum ekki þótt við séum ekki að spila okkar besta leik. Við höfum verið að verjast vel og við vitum að við getum alltaf skorað mörk, þótt við séum ekki að spila vel. Við erum með menn sem hafa reynslu af því að vera í toppbaráttu og vita hvað til þarf.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og þar má jafnframt sjá úrvalslið 16. umferðar hjá blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »