Hugsa bara um næsta leik

Valsmenn fagna Birki Má Sævarssyni (2) eftir að hann skoraði …
Valsmenn fagna Birki Má Sævarssyni (2) eftir að hann skoraði fimmta mark Vals þegar um 30 mínútur voru búnar af leiknum. Ljósmynd/Þorsteinn

Heimir Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var ánægður með leik sinna manna er þeir unnu góðan sigur á Stjörnumönnum, 5:1 í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Við vorum góðir í fyrri hálfleik, byrjuðum leikinn mjög sterkt og náðum að skora nokkur mörk,“ segir Heimir. Hann segir hins vegar að hann hefði viljað ögn betri seinni hálfleik hjá sínu liði. 

Aron Bjarnason og Patrick Pedersen áttu báðir mjög fínan leik fyrir Val og segir Heimir að þeir hafi náð betur og betur saman eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Aron er góður að hlaupa inn fyrir varnir og nýtti sér það í kvöld. Patrick er sömuleiðis góður að fá boltann í fæturnar og setja menn í gegn, þannig að þeir verða bara betri og betri saman.“

Heimir segir að það sé of snemmt að óska Valsmönnum til hamingju þó að þeir séu í vænlegri stöðu. „Við hugsum bara um næsta leik á móti FH. Þeir hafa verið á sigurbraut og við þurfum því að ná góðri endurheimt og vera tilbúnir á fimmtudaginn í Kaplakrika.“

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með leik sinna manna …
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með leik sinna manna í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert