Samdi við HK til tveggja ára

Jón Arnar Barðdal í leik með HK gegn KA á …
Jón Arnar Barðdal í leik með HK gegn KA á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sóknarmaðurinn Jón Arnar Barðdal framlengdi í dag samning sinn við knattspyrnudeild HK til tveggja ára, eða til loka keppnistímabilsins 2022.

Jón Arnar, sem er 25 ára gamall, kom til liðs við HK rétt áður en Íslandsmótið 2020 hófst en hann hafði undanfarin tvö ár leikið örfáa leiki með Garðabæjarliðinu KFG í 2. og 3. deild. Þar áður með ÍR, Fjarðabyggð og Þrótti R. í 1. deild en hann er uppalinn Stjörnumaður og spilaði níu leiki með liðinu í úrvalsdeildinni á árunum 2014 og 2015.

Jón Arnar hefur átt góðu gengi að fagna með HK í ár og leikið fjórtán leiki með liðinu í úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert