Íslenska liðið leikur með sorgarbönd á Wembley

Faðir Eriks Hamrén lést um helgina.
Faðir Eriks Hamrén lést um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika með sorgarbönd í leiknum gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni annað kvöld en faðir þjálfarans Eriks Hamrén lést um helgina.

Per Hamrén lést að kvöldi 15. nóvember, sama kvöld og Ísland spilaði gegn Danmörku í Kaupmannahöfn en Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á Twitter-síðu sinni.

mbl.is