Ef þær eru á tánum verður þetta ekkert mál

Ásthildur Helgadóttir í landsleik gegn Ítalíu.
Ásthildur Helgadóttir í landsleik gegn Ítalíu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Stelpurnar mæta tilbúnari til leiks en síðast. Þær mæta grimmari til leiks og klára þetta bara. Þær eiga að vera miklu sterkari og ef þær eru á tánum verður þetta ekkert mál,“ sagði bjartsýn Ásthildur Helgadóttir fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu í sambandi við Valtý Björn Valtýsson í útvarpsþættinum Mín skoðun á Sport FM

Ísland mætir Ungverjalandi klukkan 14:30 og getur með sigri tryggt sér sæti á lokamóti EM, verði önnur úrslit liðinu hagstæð. Ásthildur hrósaði fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur sérstaklega. „Þær eru með Söru í þessu liði og hún er mikill leiðtogi. Eins og í síðasta leik þá tekur hún þetta í sínar hendur og klárar þetta,“ sagði Ásthildur sem spáði 3:1-sigri Íslands.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert