Braut bátsbein í vikunni

Steven Lennon og Eggert Gunnþór Jónsson í leik FH og …
Steven Lennon og Eggert Gunnþór Jónsson í leik FH og Vals í haust. mbl.is/Árni Sæberg

Knatt­spyrnumaður­inn Eggert Gunnþór Jóns­son var ekki með FH sem tapaði 2:1 gegn Keflavík í Skessunni á fótbolta.net-mótinu í dag en hann braut bátsbein í hendinni í vikunni. Guðmundur Hilmarsson greindi frá meiðslum Eggerts á twitter en hann verður væntanlega frá í nokkrar vikur.

Miðjumaðurinn gekk til liðs við FH frá danska liðinu SönderjyskE síðasta sumar og skrifaði undir þriggja ára samning í Hafnarfirðinum eftir langan feril sem atvinnumaður. Undirbúningstímabilið fyrir næsta Íslandsmót er nú hafið og voru það sem fyrr segir Keflvíkingar, sem verða nýliðar í úrvalsdeild í vor, sem báru sigur úr býtum.

mbl.is