Áfall fyrir Eyjamenn

Jón Ingason í leik með ÍBV.
Jón Ingason í leik með ÍBV. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Jón Ingason leikur ekki með ÍBV í 1. deildinni í knattspyrnu, Lengjudeildinni, næsta sumar en hann sleit krossband í hné á æfingu liðsins á dögunum.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en miðillinn greinir einnig frá því að Jón hafi slitið liðband og rifinn liðþófa.

Jón var valinn leikmaður ársins hjá ÍBV síðasta sumar og því ljóst að þetta er mikið áfall fyrir félagið sem ætlaði sér að berjast á toppi deildarinnar næsta sumar.

Leikmaðurinn á að baki 96 leiki í efstu deild með Grindavík og ÍBV en hann er uppalinn í Vestmannaeyjum.

ÍBV var í sjötta sæti 1. deildarinnar síðasta haust þegar keppni var hætt á Íslandsmótinu í lok október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert