Valur skoraði átta gegn ÍBV

Bergdís Fanney Einarsdóttir og Liana Hinds eigast við í leiknum …
Bergdís Fanney Einarsdóttir og Liana Hinds eigast við í leiknum á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur burstaði ÍBV 8:0 þegar liðin fóru af stað í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld. 

Anna Rakel Pétursdóttir sem gekk í raðir Vals í vetur skoraði tvívegis. Þá skoraði Mary Alice Vignola einnig í leiknum en hún kom til Vals frá Þrótti í vetur. 

Elín Metta Jensen skoraði tvívegis, Bergdís Fanney Einarsdóttir og Mist Edvardsdóttir skoruðu sitt markið hvor og eitt markanna var sjálfsmark. 

Liðin leika í riðli 1 í A-deild keppninnnar. Keflavík, Þróttur R. og Valur eru með 3 stig eftir fyrstu umferð en ÍBV, KR og Selfoss eru án stiga. 

mbl.is