Duglegar að hjálpa hver annarri

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals. mbl.is/Íris

„Það er alltaf gaman þegar fleiri en við sjálfar höfum trú á okkur en spá er auðvitað bara spá og það þarf að spila mótið líka,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, í samtali við mbl.is á kynningarfundi úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

Val er spáð Íslandsmeistaratitlinum í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni en Valur hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Við erum með aðeins breytt lið frá því í fyrra en samt sem áður ekki síðra lið. Við höfum misst leikmenn og höfum kannski fengið öðruvísi leikmenn í staðinn en það verður gaman að sjá hvernig okkur tekst að púsla þessu saman.

Við erum með sömu hryggjarsúlu og sömu þjálfara og undanfarin ár. Flestir leikmenn liðsins þekkja sín hlutverk og eru meðvitaðir um til hvers er ætlast af þeim. Okkar hlutverk er svo bara að hjálpa nýjum leikmönnum að aðlagast það gekk mjög vel í vetur,“ bætti Elísa við.

Valskonur átti frábært undirbúningstímabil og urðu Reykjavíkurmeistarar í febrúar.
Valskonur átti frábært undirbúningstímabil og urðu Reykjavíkurmeistarar í febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrslitin oftast okkur í hag

Valsliðið fer inn í hvern einasta leik til þess að vinna hann, sama hver andstæðingurinn er.

„Við vitum hvað þarf að gera til þess að verða Íslandsmeistari og við erum allar tilbúnir að leggja þá vinnu á okkur.

Við höfum nálgast alla leiki með ákveðið markmið í huga og það hefur hjálpað okkur mikið gegn liðunum sem við eigum kannski að vinna.

Þegar allir skila sínu þá eru úrslitin okkur í hag, svona oftast í það minnsta,“ bætti Elísa við.

mbl.is