Völsungur vann grannaslaginn – Naumur sigur FH

Erna Guðrún Magnúsdóttir skoraði sigurmark FH.
Erna Guðrún Magnúsdóttir skoraði sigurmark FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH er komið áfram í 4. umferð Mjólkurbikars kvenna í fótbolta eftir nauman 1:0-sigur á Víkingi úr Reykjavík á heimavelli í kvöld. Erna Guðrún Magnúsdóttir skoraði sigurmark FH á 85. mínútu. Bæði lið leika í 1. deild eftir að FH féll úr efstu deild síðasta sumar.

Það var mikil spenna þegar Völsungur heimsótti Hamrana í Bogann í Norðurlandsslag. Eftir mikla spennu vann Völsungur að lokum 3:2 í framlengdum leik.

Loks vann Grindavík 6:0-útisigur á Álftanesi. Una Rós Unnarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og þær Unnur Stefánsdóttir, Írena Björk Gestsdóttir, Guðrún Bentína Frímannsdóttir og Júlía Björk Jóhannesdóttir komust einnig á blað.

mbl.is