Vantar pung í 90% dómara

Garðar Örn Hinriksson lagði flautuna á hilluna árið 2016.
Garðar Örn Hinriksson lagði flautuna á hilluna árið 2016. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Garðar Örn Hinriksson, fyrrverandi knattspyrnudómari, gagnrýndi íslensku dómarastéttina harðlega í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í dag.

Garðar lagði flautuna á hilluna árið 2016 eftir að hafa greinst með Parkinson-sjúkdóminn en hann gekk iðulega undir nafninu Rauði baróninn.

Hann var alþjóðlegur FIFA-dómari frá 2004 til 2009 og var þrívegis valinn besti dómari efstu deildar; árin 2004, 2006 og 2007. 

„Menn eru bara misjafnir, sumir höndla þetta og aðrir ekki,“ sagði Garðar.

„Það vantar pung í 90% af þessum dómurum og meirihluti þeirra er af þessari aumingjakynslóð svokallaðri,“ sagði Garðar meðal annars í þættinum.

mbl.is