Svekkjandi tap í fyrsta leik

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði mark Íslands.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði mark Íslands. Ljósmynd/Jón Helgi Pálmason

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði mark U19-ára landsliðs kvenna í knattspyrnu þegar liðið tapaði fyrir Svíþjóð í undankeppni EM 2022 í Stara Pazova í Serbíu í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri sænska liðsins en Ólöf Sigríður kom Íslandi yfir á 20. mínútu. 

Sofia Reidy jafnaði metin fyrir Svíþjóð í uppbótartíma fyrri hálfleiks áður en Svea Renberg skoraði sigurmark leiksins í 90. mínútu og þar við sat.

Ísland mætir Frakklandi á laugardaginn kemur og loks Serbía á þriðjudaginn en leikið er í Serbíu en tvö efstu lið riðilsins fara áfram í aðra umferð keppninnar.

mbl.is