Tu skoraði bæði í sigri á Augnabliki

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir. Ljósmynd/Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann 2:0-útisigur á Augnabliki í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag.

Það var hin kínverska Linli Tu sem skoraði bæði mörk austankvenna í leiknum.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er því með sex stig eftir tvær umferðir en Augnablik er án stiga.

mbl.is