Stórsigur bikarmeistaranna

Birnir Snær Ingason skoraði tvívegis fyrir Víkinga í kvöld.
Birnir Snær Ingason skoraði tvívegis fyrir Víkinga í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík skoruðu sjö mörk þegar liðið heimsótti Hauka í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.

Leiknum lauk með 7:0-sigri Víkinga en staðan í hálfleik var 3:0, Víkingum í vil.

Það voru þeir Birnir Snær Ingason, Helgi Guðjónsson og Kristall Máni Ingason skoruðu tvö mörk hver fyrir Víkinga og þá var Ari Sigurpálsson einnig á skotskónum fyrir Víkinga.

mbl.is