Skagfirðingar í annað sætið

Murielle Tiernan og samherjar í Tindastóli eru í öðru sæti …
Murielle Tiernan og samherjar í Tindastóli eru í öðru sæti eftir sigurinn í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi

Tindastóll komst að hlið FH á toppi 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, með sigri á Augnabliki í kvöld og Fjölnir vann botnslag deildarinnar gegn Haukum.

Tindastóll vann 3:0 og er með 19 stig eins og FH en með lakari markatölu. HK er með 18 stig og Víkingur R. með 15 í næstu sætum. María Dögg Jóhannesdóttir skoraði í fyrri hálfleik og þær Aldís María Jóhannsdóttir og Murielle Tiernan bættu við mörkum á fyrstu sjö mínútum síðari hálfleiks.

Fjölnir sótti Hauka heim á Ásvelli og vann 2:1 þannig að liðin höfðu sætaskipti á botninum. Í neðstu sætum eru nú Fylkir og Augnablik með 6 stig hvort, Fjölnir með 4 og Haukar með 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert