Garðbæingar á toppinn – þrenna á Blönduósi

Birgir Ólafur Helgason, til vinstri, skoraði fyrir KFG í kvöld.
Birgir Ólafur Helgason, til vinstri, skoraði fyrir KFG í kvöld. Styrmir Kári

KFG er komið upp í toppsæti 3. deildar karla í fótbolta eftir 3:1-útisigur á KFS í Vestmannaeyjum í kvöld. 

Jóhann Ólafur Jóhannsson, Birgir Ólafur Helgason og Hlynur Már Friðriksson komu KFG í 3:0 áður en Eyþór Orri Ómarsson minnkaði muninn fyrir KFS á 76. mínútu.

Kormákur/Hvöt fór upp úr fallsæti með 3:2-heimasigri á Elliða á Blönduósvelli. Ingvi Rafn Ingvarsson var í miklu stuði og skoraði öll þrjú mörk heimamanna.

Pétur Óskarsson gerði fyrra mark Elliða er hann minnkaði muninn í 2:1 og Daníel Steinar Kjartansson seinna markið þegar hann minnkaði muninn í 3:2.

Þá skildu Sindri og Augnablik jöfn á Hornafirði, 1:1. Hermann Þór Ragnarsson kom Sindra yfir á 14. mínútu en Arnar Laufdal Arnarsson jafnaði á 19. mínútu og þar við sat.

Staðan:

  1. KFG 18
  2. Víðir 16
  3. Dalvík/Reynir 15
  4. Sindri 14
  5. Elliði 13
  6. Augnablik 11
  7. Kári 10
  8. Vængir Júpíters 10
  9. ÍH 9
  10. Kormákur/Hvöt 9
  11. KFS 9
  12. KH 6
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert