Erum þokkalega sáttar

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, lengst til vinstri, í leik gegn Stjörnunni.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, lengst til vinstri, í leik gegn Stjörnunni. mbl.is/Óttar Geirsson

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, miðjumaður Vals, er spennt fyrir leiknum gegn Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna sem leikinn verður í Garðabænum. Dregið var í undanúrslitin í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. Hin viðureignin verður á milli Selfoss og Breiðabliks. 

Ásgerður lék með Stjörnunni í 13 ár og spilaði 219 leiki með félaginu. 

„Þetta leggst vel í okkur. Það er auðvitað skrítið að það sé svona langt í þennan leik. Við erum þokkalega sáttar við dráttinn þótt við hefðum viljað heimaleik. En ef ég hefði fengið að velja útivöll þá hefði ég valið þennan. 

Við spilum fyrst við Stjörnuna í deildinni sem er fyrsti leikurinn eftir pásu. Þannig við erum ekkert farnar að spá í bikarinn núna. En það er gott að fá þennan drátt og að vita hverjum við mætum. Við vitum hvernig okkar lið er þannig við nýtum bara pásuna í æfingar,“ sagði Ásgerður í stuttu samtali við mbl.is 

mbl.is