Tveir bikarleikir um verslunarmannahelgina

HK og Breiðablik mætast í bikarnum og leika um verslunarmannahelgina.
HK og Breiðablik mætast í bikarnum og leika um verslunarmannahelgina. mbl.is/Árni Sæberg

KSÍ hefur staðfest að tveir af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, fari fram um verslunarmannahelgina.

Kópavogsslagur HK og Breiðabliks fer fram í Kórnum sunnudaginn 31. júlí klukkan 14 og þremur tímum síðar, klukkan 17, verður flautað til leiks hjá Víkingi og KR á Víkingsvelli.

Þetta er gert vegna þátttöku Breiðabliks og KR í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og Víkings í undankeppni Meistaradeildarinnar og síðan væntanlega Sambandsdeildarinnar.

Hinir tveir leikirnir fara fram dagana 10. og 11. ágúst eins og áætlað var. KA og Ægir mætast á Akureyri 10. ágúst og Kórdrengir taka á móti FH 11. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert