Þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands – Kristian, Orri og Óli inn

Orri Steinn Óskarsson fær tækifæri í byrjunarliðinu.
Orri Steinn Óskarsson fær tækifæri í byrjunarliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21-árs landsliðsins í knattspyrnu karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir síðari leikinn gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM 2023. Þrjár breytingar eru gerðar á liðinu frá síðasta leik.

Kristian Nökkvi Hlynsson, Orri Steinn Óskarsson og Óli Valur Ómarsson koma inn í byrjunarliðið fyrir Ísak Snæ Þorvaldsson, Sævar Atla Magnússon og Atla Barkarson.

Ísak Snær dró sig úr hópnum vegna sýkingar í tönn, Sævar Atli tekur út leikbann og Atli sest á varamannabekkinn.

Byrjunarlið Íslands: (3-5-2) Mark: Hákon Rafn Valdimarsson. Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Ísak Óli Ólafsson, Róbert Orri Þorkelsson. Miðja: Óli Valur Ómarsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson, Kristian Nökkvi Hlynsson, Dagur Dan Þórhallsson. Sókn: Orri Steinn Óskarsson, Brynjólfur Willumsson.

Varamenn: Adam Ingi Benediktsson (M), Bjarki Steinn Bjarkason, Þorleifur Úlfarsson, Atli Barkarson, Logi Tómasson, Birkir Heimisson, Viktor Örlygur Andrason, Hilmir Rafn Mikaelsson, Ágúst Eðvald Hlynsson.

mbl.is