Allir ánægðir með að spila svona marga leiki

Júlíus Magnússon hefur þegar leikið 34 af 35 leikjum Víkings …
Júlíus Magnússon hefur þegar leikið 34 af 35 leikjum Víkings á tímabilinu og stefnir á sex til viðbótar áður en því lýkur 29. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfirstandandi tímabil hjá karlaliði Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu hefur verið einstakt hvað leikjafjölda á einu tímabili varðar. Óhætt er að fullyrða að ekkert íslenskt lið muni hafa leikið jafn marga keppnisleiki á einu tímabili, en þegar tímabilinu lýkur verður Víkingur búinn að spila alls 41 leik í öllum keppnum frá 10. apríl til loka október.

„Þetta hefur bara verið mjög skemmtilegt heilt yfir. Ég held að allir séu svolítið ánægðir, að það sé enginn ósáttur við að hafa fleiri leiki. Ég held að það sé bara því fleiri leikir, því betra. Þetta tímabil hefur verið forréttindi, að fá að taka þátt í Evrópukeppni og á öllum vígstöðvum,“ sagði Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, í samtali við Morgunblaðið.

Sjálfur hefur hann leikið alla leiki liðsins á tímabilinu nema einn til þessa, alls 34 leiki af 35, og þeim leik í Bestu deildinni missti Júlíus af vegna leikbanns sem hann var úrskurðaður í eftir að hafa fengið fjórar áminningar.

Viðtalið má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert