Myndasyrpa: Bikarinn á loft

Blys í stúkunni og stemning hjá stuðningsmönnum Víkings.
Blys í stúkunni og stemning hjá stuðningsmönnum Víkings. mbl.is/Óttar

Vík­ing­ur vann í dag sinn þriðja bikar­meist­ara­titil í knatt­spyrnu karla í röð með 3:2-sigri á FH í fram­lengd­um úr­slita­leik Mjólk­ur­bik­ars­ins á Laug­ar­dals­velli.

Vík­ing­ur hef­ur einnig tryggt sér Evr­óp­u­sæti fyr­ir næsta tíma­bil með sigri í dag.

Pablo Punyed kom Víkingi yfir á 26. mínútu en FH-ingar voru ekki lengi að svara fyrir sig og jafnaði Oliver Hreiðarsson metin tveimur mínútum síðar. 

Daninn Nikolaj Hansen virtist vera að tryggja sínum mönnum sigurinn þegar hann kom Víkingi aftur yfir þegar aðeins ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en þá jafnaði Ástbjörn Þórðarson fyrir FH á 90. mínútu eftir herfileg mistök Ingvars Jónssonar í markinu.

Leikurinn fór því í framlengingu. Það tók Víkinga hins vegar ekki nema 18 sekúndur að komast aftur yfir og var Hansen þá aftur á ferðinni. Fleiri urðu mörkin ekki og þriðja bikarsigur Víkings í röð staðreynd.

Hart barist á Laugardalsvelli.
Hart barist á Laugardalsvelli. mbl.is/Óttar
Staðan var 2:2 í lok venjulegs leiktíma.
Staðan var 2:2 í lok venjulegs leiktíma. mbl.is/Óttar
Atli grípur boltann.
Atli grípur boltann. mbl.is/Óttar
Markverðirnir fagna bikarmeistaratitlinum saman.
Markverðirnir fagna bikarmeistaratitlinum saman. mbl.is/Óttar
Út með mjólkina.
Út með mjólkina. mbl.is/Óttar
Víkingur bikarmeistari.
Víkingur bikarmeistari. mbl.is/Óttar
Mjólkurbikarinn og verðlaunaseðillinn.
Mjólkurbikarinn og verðlaunaseðillinn. mbl.is/Óttar
Bikarinn á loft í þriðja sinn í röð.
Bikarinn á loft í þriðja sinn í röð. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert