Kvennalandsliðið stendur í stað

Sveindís Jane Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir fagna …
Sveindís Jane Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir fagna marki gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum heimslista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, sem birtur var í dag.

Ísland er í 16. sæti á listanum, líkt og á síðasta lista sem birtur var hinn 13. október.

Ísland hefur ekki spilað landsleik síðan en 5. ágúst var kvennalandsliðið í 14. sæti listans.

Það féll hins vegar um tvö sæti eftir töp gegn bæði Hollandi og Portúgal þar sem sæti á heimsmeistaramótinu 2023, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, var undir.

KSÍ hefur ekki staðfest hvenær næstu landsleikir liðsins fara fram en samkvæmt heimildum mbl.is en stefnt er að því að liðið spili á Alþjóðlegu móti í landsleikjaglugganum í  febrúar á næsta ári.

mbl.is