Toppliðið missteig sig

Tómas Johannessen fagnar öðru marki Gróttu í kvöld.
Tómas Johannessen fagnar öðru marki Gróttu í kvöld. mbl.is/Eggert

Fjölnir, topplið 1. deildar karla í fótbolta, þurfti að sætta sig við eitt stig er Grótta heimsótti liðið í Egilshöllina í kvöld.

Pétur Theódór Árnason kom Gróttu yfir á 10. mínútu, en Axel Freyr Harðarson sá til þess að staðan væri jöfn í hálfleik með marki á 44. mínútu, 1:1.

Tómas Johannesen kom Gróttu aftur yfir á 54. mínútu, en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Máni Austmann Hilmarsson og þar við sat.

Liðin skiptu einnig með sér stigunum í Njarðvík, þar sem Njarðvíkingar mættu Selfyssingum. Urðu lokatölur 1:1.

Guðmundur Tyrfingsson kom Selfossi yfir á 17. mínútu, en Malasíumaðurinn Luqman Hakim jafnaði á 84. mínútu og þar við sat.  

Staðan:

 1. Fjölnir 14
 2. Afturelding 13
 3. Selfoss 10
 4. Grindavík 10
 5. Þór 9
 6. Grótta 7
 7. Vestri 5
 8. Njarðvík 5
 9. ÍA 5
 10. Þróttur R. 4
 11. Leiknir R. 3
 12. Ægir 1
mbl.is