Rússar gætu misst sex stig

Rússneskir stuðningsmenn gengu of langt á föstudag að mati UEFA.
Rússneskir stuðningsmenn gengu of langt á föstudag að mati UEFA. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að sekta rússneska knattspyrnusambandið um 120.000 evrur, jafnvirði tæplega 20 milljóna króna, vegna óláta áhangenda rússneska liðsins á meðan á leik þess við Tékka í Evrópumótinu á föstudag stóð.

Þá verða sex stig tekin af Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins 2016 ef ólæti rússneskra stuðningsmanna endurtaka sig á einhverjum tímapunkti fram yfir undankeppnina.

Í tilkynningu UEFA segir að rússneska knattspyrnusambandið sé ábyrgt fyrir stuðningsmönnunum sem hafi meðal annars kveikt í flugeldum og haldið á lofti ósæmilegum fánum, á meðan á leiknum við Tékka stóð á föstudag.

Rússar hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum.

mbl.is