Guðbjörg í hópi þeirra bestu

Guðbjörg Gunnarsdóttir ver með snilldartilþrifum gegn Þýskalandi.
Guðbjörg Gunnarsdóttir ver með snilldartilþrifum gegn Þýskalandi. AFP

Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður íslenska landsliðsins er í hópi bestu leikmanna Evrópukeppninnar í knattspyrnu til þessa, að mati Svenska Dagbladet í dag.

Blaðið fer yfir keppnina, fjallar að vonum langmest um Svíana og góða frammistöðu þeirra, en tiltekur síðan fjóra aðra leikmenn sem hafi vakið mikla athygli.

Það eru Solveig Gulbrandsen, Norðmaðurinn reyndi, Wendie Renard, varnarmaður Frakka, Verónica Boquete, miðjumaður Spánverja, og svo íslenski markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Sagt er að Guðbjörg hafi átt stórkostlegan leik gegn Þjóðverjum og líka varið frábærlega í leik Íslands og  Hollands.

mbl.is