Leik Þýskalands og Danmerkur frestað

Völlurinn í Rotterdam er rennandi blautur.
Völlurinn í Rotterdam er rennandi blautur. AFP

Leikur Þýskalands og Danmerkur í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í knattspyrnu átti að hefjast kl. 18.45 en vegna mikilla rigninga í Rotterdam hefur honum verið frestað um óákveðinn tíma. 

Þegar þessi frétt er skrifuð er beðið eftir nánari upplýsingum um hvenær leikurinn verður spilaður, en vonast er til að hann geti farið af stað fljótlega. 

Mbl.is mun uppfæra fréttina þegar í ljós er komið hvenær leikurinn fer af stað. 

Uppfært: Leikurinn verður ekki spilaður í kvöld. Hann fer að öllum líkindum fram á morgun í staðinn. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin