Markvörður Englands fótbrotinn

Bardsley verður með liðinu úti í Hollandi þótt hún leiki …
Bardsley verður með liðinu úti í Hollandi þótt hún leiki ekki meir. AFP

Karen Bardsley, landsliðsmarkvörður Englands í knattspyrnu, mun ekki vera með liðinu gegn Hollandi í undanúrslitaleik liðanna á EM. Bardsley meiddist í seinni hálfleik á móti Frakklandi, en nú er komið í ljós að hún er fótbrotin. Hún er með brotinn sköflung en mun vera með liðinu það sem eftir er af mótinu.

Siobhan Chamberlain mun líklega leika í stað Bradsley, en miðjumaður liðsins, Jill Scott, verður ekki með í leiknum þar sem hún er í leikbanni. Þetta er mikill missir fyrir enska liðið að missa tvo leikmenn úr byrjunarliðinu, en leikurinn gegn Hollandi er kl. 18:45 á fimmtudag í Enschede í Hollandi.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin