Fyrstu mótherjar Íslands unnu stórsigur

Belgía vann stórsigur í kvöld.
Belgía vann stórsigur í kvöld. AFP

Belgía, fyrsti andstæðingur Íslands á EM 2022 í knattspyrnu kvenna sem hefst á Englandi í næsta mánuði, lék í kvöld vináttulandsleik gegn nágrönnum sínum í Lúxemborg og vann gífurlega öruggan sigur.

Lokatölur urðu 6:1 þar sem Davinia Mechelen skoraði þrennu, Amber Tysiak skoraði tvö mörk og Jassina Blom skoraði síðasta mark leiksins.

Mark Lúxemborgar skoraði Caroline Jorge.

Um fjórða og síðasta vináttulandsleik Belgíu í undirbúningi sínum fyrir EM var að ræða en Ísland leikur eina vináttulandsleikinn í sínum undirbúningi á morgun gegn Póllandi ytra.

Ísland og Belgía mætast í fyrsta leik sínum í D-riðli EM 2022 þann 10. júlí næstkomandi.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin