Íslandi raðað í níunda sæti á EM

Íslenska kvennalandsliðið mætir til Manchester á morgun, miðvikudag, og mætir …
Íslenska kvennalandsliðið mætir til Manchester á morgun, miðvikudag, og mætir Belgum á sunnudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland er í níunda sæti af sextán þjóðum sem taka þátt í lokakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta þegar reiknaðir eru út sigurmöguleikar þeirra á mótinu á Englandi.

Það er tölfræðivefurinn Opta sem hefur reiknað út möguleikana og raðar liðunum sextán upp í styrkleikaröð samkvæmt því.

Ensku konurnar eru þar metnar sigurstranglegstar en þær frönsku koma á hælum eirra með Svíþjóð og Þýskaland í þriðja og fjórða sæti.

Riðill Íslands er metinn sá sterkasti miðað við þessa útreikninga því Frakkar eru í öðru sæti, Belgar í sjöunda, Ítalir í áttunda og Íslendingar í níunda sæti.

Ísland er m.a. talið eiga meiri sigurmöguleika en bæði Noregur og Danmörk en listinn hjá Opta lítur þannig út:

1 England 19,3%
2 Frakkland 18,5%
3 Svíþjóð 14,6%
4 Þýskaland 11,5%
5 Spánn 8,8%
6 Holland 7,2%
7 Belgía 4,5%
8 Ítalía 2,9%
9 Ísland 2,8%
10 Austurríki 2,6%
11 Noregur 2,3%
12 Sviss 2,3%
13 Danmörk 1,1%
14 Finnland 0,6%
15 Portúgal 0,6%
16 Norður-Írland 0,3%

Íslenska liðið mætir til Manchester á morgun, frá Þýskalandi þar sem liðið hefur æft að undanförnu, og mætir Belgíu í fyrstu umferð D-riðils á sunnudaginn klukkan 16.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin