Uppselt á leik Englands og Svíþjóðar

Leikmenn enska liðsins að fagna 2:1 sigri á Spánverjum í …
Leikmenn enska liðsins að fagna 2:1 sigri á Spánverjum í 8-liða úrslitum AFP/Glyn Kirk

England og Svíþjóð mætast á morgun í undanúrslitum á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á leikvangi Sheffield United.

Uppselt var á leikinn fyrir mótið en UEFA bauð upp á takmarkaðan miðafjölda til viðbótar í morgun og seldust þeir upp á nokkrum mínútum. Leikvangur Sheffield tekur 32.050 áhorfendur. 

Áhorfendamet á Evrópumóti kvenna bætist eftir hvern leik sem er spilaður en áhorfendafjöldi var komin upp í 248.075 fyrir leikina í 8-liða úrslitum. Fyrra metið var 240.055 áhorfendur.

England á leik gegn Svíþjóð á morgun en England setti met í áhorfendafjölda á leik á EM kvenna á fyrsta leik mótsins þegar 68.871 gerðu sér ferð á leikinn. England og Svíþjóð mætast klukkan 19 að íslenskum tíma.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. NÓVEMBER

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. NÓVEMBER

Útsláttarkeppnin