Cervar skiptir um markvörð

Lino Cervar landsliðsþjálfari Króata.
Lino Cervar landsliðsþjálfari Króata. AFP

Lino Cervar landsliðsþjálfari Króata í handknattleik hefur ákveðið að skipta úr öðrum markverði sínum fyrir leikinn gegn Svíum í lokaumferð A-riðilsins á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Split í kvöld.

Cervar hefur kallað á Ivan Pesic markvörð úr Meshkov Brest inn í hópinn í stað Mirko Alilovic sem leikur með Vezprém í Ungverjandi en verður liðsfélagi Stefáns Rafns Sigurmannssonar með Pick Szeged á næstu leiktíð.

Alilovic, sem hefur verið aðalmarkvörður Króata undanfarin ár, hefur alls ekki náð sér á strik í fyrstu tveimur leikjum Króata gegn Serbum og Íslendingum. Samanlagt varð hann aðeins 7 skot í leikjunum tveimur.

Ivan Stevanovic leysti Alilovic af hólmi í síðari hálfleiknum gegn Íslendingum í fyrrakvöld og það var ekki síst fyrir frammistöðu hans í markinu sem Króatar stungu af og unnu leikinn með sjö marka mun, 29:22.

Króatar eru efstir í riðlinum með 4 stig, Íslendingar og Svíar hafa 2 en Serbar ekkert.

Leikir dagsins í A-riðlinum:

17.15 Ísland - Serbía
20.00 Króatía - Svíþjóð

mbl.is