Newcastle lagði Alkmaar 4:2 í fjörugum leik

Grétar Rafn Steinsson, sitjandi á vellinum til hægri, horfir á ...
Grétar Rafn Steinsson, sitjandi á vellinum til hægri, horfir á eftir boltanum í eigið mark strax á 7. mínútu í kvöld. Reuters
Newcastle sigraði Alkmaar frá Hollandi, 4:2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum UEFA-bikarsins í knattspyrnu á St. James' Park í kvöld. Grétar Rafn Steinsson varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf Kierons Dyers frá vinstri strax á 7. mínútu leiksins og Dyer skoraði síðan fallegt mark á 22. mínútu. Obafemi Martins kom Newcastle í 3:0 aðeins einni mínútu síðar. Shota Arvaladze svaraði fyrir Alkmaar með fallegu skallamarki á 30. mínútu. Martins skoraði sitt annað mark fyrir Newcastle á 38. mínútu, 4:1. Danny Koevermans skoraði síðan fyrir Alkmaar á 73. mínútu eftir að Shay Given markvörður Newcastle varði vítaspyrnu.
mbl.is