Suárez lætur sektina renna til góðgerðarmála

Suárez átti góðan leik í gær fyrir utan bitið, lagði …
Suárez átti góðan leik í gær fyrir utan bitið, lagði upp mark og skoraði eitt. AFP

Luis Suárez, framherji Liverpool, segir á Twitter-síðu sinni í dag að félagið hafi sektað hann fyrir atvikið í leik liðsins gegn Chelsea í gær þar sem hann gerðist sekur um að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea.

Suárez baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni í gær og þá fordæmdi Liverpool athæfi framherjans snjalla. Hann hafði einnig samband sjálfur við Ivanovic og baðst afsökunar en Serbinn ætlar ekki að kæra atvikið.

Úrúgvæinn var sektaður af Liverpool fyrir bitið og sættir hann sig fullkomlega við þá refsingu. Hann bað félagið þó um að peningarnir rynnu í Hillsborough-sjóðinn.

„Félagið sektaði mig í dag fyrir óásættanlega hegðun mína. Ég bað félagið að láta peninginn renna til styrktarsjóðs fjölskyldnanna sem urðu fyrir barðinu á Hillsborough-slysinu fyrir þann usla sem ég olli stuðningsmönnum Liverpool og Ivanovic,“ skrifar Suárez á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert