Moyes bendir á það augljósa (myndskeið)

Moyes er umdeildur sparkspekingur.
Moyes er umdeildur sparkspekingur. AFP

Fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, David Moyes, var sérfræðingur hjá Sky Sports vegna leiks Everton og Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Einhverjum þóttu ummæli hans fyrir leik einkar skemmtileg.

„Að komast í undanúrslit gefur þér möguleika á því að komast í úrslit. Að komast í úrslit gefur þér möguleika á því að vinna keppnina,“ sagði Moyes fyrir leikinn í kvöld sem Everton vann, 2:1.

Moyes er ekki starfandi sem knattspyrnustjóri í augnablikinu en hann var rekinn frá spænska félaginu Real Sociedad í byrjun nóvember eftir eitt ár í starfi.

Myndskeið með ummælunum athyglisverðu má sjá hér að neðan:

mbl.is